Skip to main content

Í kjölfar umræðu í röðum sagnfræðinga um hvað geti talist eðlilegt í launamálum hefur stjórn Sagnfræðingafélags Íslands ákveðið að hrinda af stað könnun meðal sagnfræðinga í því skyni að komast að raun um hvernig kjaramálum félagsmanna sé háttað. Felast spurningarnar aðallega í því hvað fólki finnst eðlilegt að greitt sé fyrir tiltekna vinnu og hvernig þær væntingar hafa endurspeglast í raunveruleikanum.

Biðjum við alla sagnfræðinga um að svara þessari stuttu könnun fyrir 1. desember næstkomandi.

Vakin er athygli á því að niðurstöður verða ekki persónugreindar. Stjórn félagsins mun vinna úr niðurstöðunum og birta samantekt fyrir félagsmenn sem vonandi hvetur til frekari umræðu um kaup okkar allra og kjör.



Þegar nefndar eru ákveðnar upphæðir er ætlast til að fólk velji þær tölur sem næstar eru því sem samsvarar hugmyndum fólks og raunveruleika. Litið er á punkta í launakerfi háskólafólks sem greiðslu en hverjum og einum látið eftir að þýða punkta yfir í krónur.

Sjáir þú eitthvað sem betur mætti fara í þessari könnun hafðu vinsamlegast samband við vefstjóra félagsins.