Skip to main content

Stjórnir Sögufélags og Sagnfræðingafélags Íslands hafa ákveðið að vera með kvöldfundi um sagnfræðileg efni a.m.k. einu sinni á misseri.
ÞRIÐJUDAGINN (annað kvöld) 20. nóvember kl. 20:00 verður sá fyrsti og efnið verður Æviskrárritun og ritskoðun.
Þessir fundir eru eingöngu auglýstir á Gammabrekka og heimasíðum félaganna og eru ætlaðir félagsmönnum.
Fundurinn verður í húsnæði Sögufélags og hefst stundvíslega kl. 20:00.
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda verða með stuttar framsögur og síðan verða umræður.
Léttar veitingar verða í boði á léttu verði.