Skip to main content

Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands hefur auglýst stöðu lektors í sagnfræði lausa til umsóknar. Í auglýsingunni kemur fram að lektorsstaðan snýr að kennslu og rannsóknum á sviði erlendrar sögu síðari alda og kennslu í Hagnýtri menningarmiðlun. Umsóknarfrestur er til 6. janúar.

Undir lok síðasta mánaðar auglýsti Háskóli Íslands einnig allt að átta nýdoktorsstyrki til handa þeim sem lokið hafa doktorsprófi einhvern tímann á síðustu sjö árum (frá því í janúar 2014). Umsóknarfrestur um styrkina er til 2. desember.