Skip to main content

Fyrsti hádegisfyrirlestur vetrarins verður næstkomandi þriðjudag, 21. september, og hefst kl. 12:05 í Þjóðminjasafni Íslands. Þá flytur Ragna Árnadóttir erindi sitt Lög eru nauðsynleg í réttarríki og opnar með því fyrirlestraröðina Hvað eru lög?
Íslenskt samfélag glímir við eftirköst bankahrunsins. Kallað er eftir breyttum stjórnarháttum og endurskoðun stjórnarskrár er í deiglunni. Fyrirsjáanlegt er að fjölmörg mál tengd hruninu verða útkljáð fyrir dómstólum, hvort sem þau varða refsiábyrgð einstaklinga eða fjárhagslega hagsmuni.
Í fyrirlestnum verður rætt um grundvallarákvæði er lúta að réttinum til réttlátrar málsmeðferðar, banni við afturvirkni refsilaga og friðhelgi eignarréttar, einkum þýðingu þeirra fyrir hið íslenska réttarríki nú.
Sem fyrr er aðgangur ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir.