Skip to main content

Þriðjudaginn 8. maí 2007, flytur menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir erindið Miðlun menningararfs í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands. kl. 12:05-12:55
Það er ekki verkefni stjórnmálamanna eða embættismanna að gefa út fyrirmæli um það hvernig beri að túlka menningararf Íslendinga þótt þeir geti haft sínar skoðanir eins og aðrir. Fyrst og fremst verður þessi túlkun til í fræðasamfélaginu og meðal þjóðarinnar sjálfrar. Túlkun og útlegging menningararfsins er í sífelldri breytingu og sköpun, þar sem takast á hefð og endurskoðun, gömul þekking og ný, fastheldni og endurmat. Íslandssagan sem kennd er í skólum nú á dögum er ekki sama sagan og eldri kynslóðir lærðu. Hver kynslóð, hvert tímaskeið, sér söguna og menningararfinn með sínum augum.
Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu milli klukkan 12.05 og 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill