Næstkomandi þriðjudag, 3. apríl, flytur Eggert Þór Bernharðsson lokaerindi hádegisfyrirlestraröðinni Hvað eru minningar? Erindi sitt nefni Eggert „Minningar í myndum. Fjölskyldusaga í albúmum.“
Sennilega hafa flestir reynslu af því að hafa flett gömlum fjölskyldualbúmum og haft gagn og gaman af. Í erindinu veltir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur upp ýmsum spurningum sem vaknað hafa við skoðun og könnun á fjölskyldualbúmum frá tiltekinni fjölskyldu, einkum frá árunum 1930 til 1970. Hugað verður að því hvers konar sögu sé hægt að lesa út úr albúmum af þessu tagi, hvert sé hugsanlegt gildi slíkra mynda, hvað kunni að einkenna þær og hvaða möguleika þær bjóði upp á sem heimildir.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12:05 í sal Þjóðminjasafns Íslands.