Skip to main content

Síðastliðinn fimmtudag, 22. mars, fór aðalfundur Sagnfræðingafélagsins fram eins og lög gera ráð fyrir. Fréttir af honum eru þessar helstar: Sitjandi formaður Valur Freyr Steinarsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og var Unnur Birna Karlsdóttir kosin formaður félagsins til tveggja ára. Njörður Sigurðsson, Hugrún Reynisdóttir og Karl Garðarsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarmennsku, en í þeirra stað voru kjörnir Gunnar Bollason, Grétar Birgisson og Vilhelm Vilhelmsson. Auk þess gaf Ólafur Arnar Sveinsson kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Aðrir í stjórn félagsins voru kjörnir til tveggja ára á síðasta aðalfundi, þ.e. Sólveig Ólafsdóttir og Brynhildur Einarsdóttir.
Engar breytingar voru gerðar á lögum félagsins og ákveðið að árgjald verði það sama og síðustu ár. Skýrslu stjórnar má lesa hér og ársreikninga má skoða hér.