Skip to main content

Sagnfræðingafélagið og Félag sögukennara boða til fundar í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu fimmtudagskvöldið 8. janúar kl. 20:30.
Dagskrá:
* Undirbúningur nýrrar grunnsýningar Þjóðminjasafns Íslands – Guðrún Guðmundsdóttir sýningarstjóri
* Grunnhugmynd sýningarinnar – Brynhildur Ingvarsdóttir sviðstjóri miðlunarsviðs
* Vinna að sýningargerð – Lilja Árnadóttir fagstjóri safnkosts
* Mótun safnfræðslu – Sigrún Kristjánsdóttir fagstjóri safnfræðslu
Að loknum erindum verður boðið upp á kaffi og leiðsögn um húsið. Ennfremur er fyrirhugað að fá áhugasama fundarmenn til að taka þátt í fókushópum. Fundarstjóri: Hrefna Róbertsdóttir sviðstjóri rannsóknar- og varðveislusviðs.