Síðasti hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélagsins á þessu ári, þriðjudaginn 19. desember 2006, kl. 12:05-12:55. Aðgangur ókeypis og öllum heimill.
Í erindinu verður fjallað um nokkrar efasemdir um gildi sannleikans fyrir sagnfræði sem sprottið hafa úr ranni heimspekinnar eða fengið byr undir báða vængi þar. Einkum verður hugað að efasemdum sem spretta af hugmyndum um grunngerð tungumálsins, ofuráherslu á vægi sjónarhornsins, fánýti sannleikans og andúðar fræðimanna á kröfunni um óskeikulleika.
Fyrirlesarinn Róbert Haraldsson er dósent í heimspeki við Háskóla Íslands. Fjölmennum!