Fjórða íslenska söguþingið verður haldið dagana 7.–10. júní 2012. Að þinginu standa Sagnfræðingafélag Íslands, Sagnfræðistofnun, Sögufélagið, Reykjavíkurakademían og Félag sögukennara. Undirbúningsnefnd, sem er skipuð fulltrúum þessarra félaga, hóf störf í ágúst og hefur ráðið Kristbjörn Helga Björnsson sagnfræðing sem framkvæmdastjóra þingsins.
Þingið verður skipulagt í styttri og lengri málstofum (1½ eða 3 klst.) og auglýsir undirbúningsnefndin hér með eftir hugmyndum um efni fyrir málstofur eða fyrirlestra. Á þessu þingi verður sú nýjung að nú geta fræðimenn kynnt rannsóknir sínar á veggspjöldum (posters) á þingstað.
Hugmyndir um efni málstofa og/eða fyrirlestra skulu sendar til framkvæmdastjóra þingsins Kristbjörns Helga Björnssonar á netfangið khb@storsaga.is eigi síðar en 15. október nk.