Skip to main content

Nýverið vöktu fjölmiðlar athygli á því að við yfirlestur á þingræðu til birtingar í Alþingstíðindum á netinu hafi þingmaður breytt merkingu ummæla sem hann lét falla í ræðustól á Alþingi. Af því tilefni sendi stjórn Sagnfræðingafélags forseta Alþingis bréf og minnti á þá staðreynd að sagnfræðingar jafnt sem annað fræðafólk notar þingtíðindi sem heimildir og er því áríðandi að reglum sé fylgt hvað uppskrift þingræðna varðar en í 77. grein núgildandi laga um þingsköp segir:

Í Alþingistíðindunum má ekkert undan fella sem þar á að standa og fram hefur komið í þinginu og hljóðupptaka ber með sér. Engar efnisbreytingar má gera nema leiðrétta þurfi auðsæjar og sannanlegar villur. Engu má bæta inn í Alþingistíðindin, hvort sem það varðar menn eða málefni, nema þess sé óhjákvæmilega þörf eða í því felist sjálfsögð leiðrétting. (Sjá lög um þingsköp Alþingis nr. 55 31. maí 1991.)

Bréfið er að finna á .pdf formi hér.