Vegna forfalla eru örfá sæti laus á Strandhögg, landsbyggðarráðstefnu Sagnfræðingafélagsins og Félags Þjóðfræðinga í samvinnu við ReykjavíkurAkademíuna og Þjóðfræðistofu. Ráðstefnan fer fram á ferðinni milli Hólmavíkur og Krossneslaugar. Á völdum stöðum munu fyrirlesarar halda erindi sem tengjast þema ráðstefnunnar, sambandi jaðars og miðju. Dagskrárrit með útdráttum má nálgast hér.
Ráðstefnugjald er 4500 kr. og í því felast allar rútuferðir, hádegisverður laugardag og sunnudag, grill á föstudagskvöld og kaffi á laugardag. Ráðstefnugestir sjá sjálfir um að panta og greiða fyrir gistingu.
Áhugasamir hafi skrái sig með því að senda Írisi Ellenberg tölvupóst.