Í gær, þriðjudaginn 20. október, flutti Skúli Sæland fyrirlestur sinn um ímyndarkreppu Skálholts á 20. öld og viðreisn staðarins í hádegisfyrirlestraröðinni Hvað er kreppa? Að öllu jöfnu væri nú boðið upp á upptöku af fundinum en því miður heppnaðist upptakan ekki og verðum við því að taka viðstadda trúanlega í því að erindið og umræðurnar hafi heppnast vel.