Skip to main content

Fjölmenni var á málþingi Sagnfræðingafélags Íslands þann 3. júní sl. þar sem rætt var um handritakröfur fyrr og nú, og hvort Íslendingar ættu að krefjast fleiri handrita sem nú eru geymd í Danmörku. Yfirskrift málþingsins var sem segir handritamálið nýja og var haldið í tilefni þess að 50 árum eru síðan að að Flateyjabók og Konungsbók Eddukvæða voru afhentar Íslendingum með viðhöfn og enn eru uppi hugmyndir um að endurskoða skiptingu handritanna. Á málþingi Sagnfræðingafélags Íslands ræddu fimm fræðimenn um handritakröfur fyrr og nú, vörslu handritanna og aðgengi að þeim og hin ýmsu álitaefni sem að handritunum snúa.

Fyrirlesarar voru:

Bragi Þorgrímur Ólafsson, fagstjóri handritasafns Landsbókasafns Íslands – háskólabókasafns
Aðdragandi handritamálsins. Litið í heimildir frá nítjándu öldGottskálk Jensson, rannsóknardósent við Kaupmannahafnarháskóla, gestaprófessor við HÍ
Íslensku handritin í Kaupmannahöfn: Af hverju voru/eru þau þar og hver á þau?Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Handritin: verkefni og skyldur framtíðarinnarLilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra
Ávarp menntamálaráðherraMár Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands
Innviðir handritarannsóknaNjörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands
Skjala- og handritakröfur og sameiginlegur menningararfur

Umræðunni var svo að hluta haldið áfram í Kastljósi RÚV sama kvöld þar sem Guðrún Nordal og Már Jónsson héldu áfram umræðunni sem má sjá hér

Upptöku frá málþinginu má svo finna á Youtube rás félagsins hér.