Skip to main content

Í septembermánuði sendum við auglýsingu á Gammabekku þar sem áhugi sagnfræðinga fyrir Access gagnagrunnsnámskeiði var kannaður. Undirtektir voru það góðar að ákveðið hefur verið að halda námskeið á vegum Tölvu-og verkfræðiþjónustunnar og er tímasetning miðuð við miðjan nóvember. Hámarkskostnaður hvers og eins er 22.000 krónur en lækkar ef ákveðinn lágmarksfjöldi þátttakenda næst. Námskeiðslýsing er hér að neðan og þátttaka tilkynnist á netfangið thorunng@simnet.is fyrir 10. október n.k.
Access námskeið fyrir félag sagnfræðinga
Almennt um námskeiðið:
Þetta námskeið er ætlað öllum þeim sem þurfa að safna upplýsingum, vinna úr þeim og setja fram með fjölbreyttum hætti í Windows. Microsoft Access er mjög fjölhæfur gagnagrunnur sem ekki krefst sérþekkingar notandans á gagnagrunnskerfum til þess að ná árangri. Á námskeiðinu er eftirfarandi kennt:
Forkröfur:
Sá/sú sem vill taka þátt í þessu námskeiði þarf að hafa góða þekkingu á notkun Office forritanna og Windows.
Dagskrá:
Hvernig á að búa til og viðhalda gagnagrunnstöflum, mynda vensl á milli þeirra og tryggja að upplýsingar séu ekki endurskráðar. Að afrita ytri gögn inní töflur. Röðun og síun gagna í töflum.
Að gera fyrirspurnir sem sameina upplýsingar úr mörgum töflum og finna það sem beðið er um og reikna út ný gildi. Innsláttur gagna í fyrirspurnir sem skila sér í töflur. Að búa til skýrar innsláttarmyndir með prófun á innslætti, með hnöppum, valmyndum og fleiru. Uppsetning á skýrslum, sem byggja á mörgum töflum og hafa reiknuð svæði, millisummur og heildarsummur, en einnig er kennd gerð límmiða.
Á námskeiðinu er búinn til einn heilsteyptur gagnagrunnur og í honum tekin margvísleg dæmi sem styrkja þekkinguna á forritinu og nýtast þátttakandanum vel að því loknu.
Markmið:
Að loknu námskeiðinu á þátttakandinn að vera reiðubúinn til þess að búa til eigin gagnagrunna.
Lengd námskeiðs: 15 klukkustundir/22 kennslustundir
Námskeiðið kenna fastráðnir kennarar Tölvu-og verkfræðiþjónustunnar. Kennslubók er á íslensku, eftir Halldór Kristjánsson, verkfræðing.