Skip to main content

DET TRAUMATISKE ØJEBLIK
Fotografiet, differancen og mødet med virkeligheden.

DetTraumatiskeOjeblik
Í ágúst síðastliðnum kom bókin Det traumatiske øjeblik eftir Sigrúnu Sigurðardóttur út í ritröðinni Rævens Sorte Bibliotek hjá forlaginu Politisk Revy í Kaupmannahöfn. Í bókinni fjallar Sigrún um ljósmyndir og áhrif þeirra á endurminningar, sameiginlegt minni og veruleikasýn einstaklinga og hópa fólks. Áhersla er lögð á samspil tungumáls og ljósmynda og skoðað hvað gerist þegar sá veruleiki sem ljósmyndin birtir stangast á við ríkjandi orðræðu. Fjallað er um ólíkar nálganir í ljósmyndafræðinni með áherslu á hið nýja raunsæi sem að einhverju leyti hefur tekið við af póstmódernismanum, bæði í listfræði, ljósmyndafræði og sagnfræði. Í greiningu sinni á ljósmyndir og orðræðuna sem skapast hefur í kringum þær beitir Sigrún meðal annars kenningum Jacques Derrida, Rolands Barthes, Walters Benjamin og Dominicks LaCapra. Í Det traumatiske øjeblik fléttar Sigrún saman fræðilegri umræðu og persónulegri nálgun á sögulega atburði á borð við Írakstríðið og persónulegar endurminningar sem móta umgjörð um daglegt líf.
Bókin er nú til sölu í Bóksölu stúdenta, Pennanum-Eymundsson, verslun Máls og Menningar og í Bókvali, Akureyri.