Skip to main content

STAÐUR: Hús Sögufélags við Fischersund.
DAGUR: Fimmtudagur 12. desember.
TÍMI: Húsið opnar kl. 20:00 og dagskráin hefst kl. 20:30.
SAMKOMUSTJÓRI: Eggert Þór Bernharðsson.
Fjölmargir sagnfræðingar eru þátttakendur í jólabókaflóðinu í ár. Með þessari dagskrá vilja félögin auðvelda fólki að glöggva sig á úrvalinu.
Hver höfundur fær sex mínútur til að segja stuttlega frá sínu verki og því sem kom mest eða skemmtilega á óvart við vinnslu þess. Athugið að ekki verður um hefðbundinn fund að ræða heldur fyrst og fremst gott tækifæri til að hitta mann og annan, um leið og notið er frásagna höfunda og léttra veitinga hússins. Fjölmennum og tökum með okkur gesti.
Eftirtaldir höfundar munu taka til máls:
* Guðjón Friðriksson: Jón Sigurðsson ævisaga. Fyrra bindi.
* Helgi Skúli Kjartansson: Ísland á 20. öld.
* Hulda S. Sigtryggsdóttir: Frá Íslandi til Vesturheims. Saga Sumarliða Sumarliðasonar gullsmiðs frá Æðey.
* Jón Þ. Þór: Sjósókn og sjávarfang. Saga sjávarútvegs á Íslandi, 1. bindi.
* Kristján Sveinsson o.fl.: Vitar á Íslandi. Leiðarljós á landsins ströndum 1878-2002.
* Ólöf Garðarsdóttir: Saving the Child.
* Til merkis mitt nafn. Dómabækur Markúsar Bergssonar sýslumanns Ísafjarðarsýslu 1711-1729. Már Jónsson tók saman.
* Þórunn Valdimarsdóttir: Horfinn heimur. Árið 1900 í nærmynd.
Eftirfarandi rit verða kynnt mjög stuttlega:
* Hausthefti Sögu 2002. Guðmundur J. Guðmundsson og Hrefna Róbertsdóttir ritstýrðu.
* Íslenskir sagnfræðingar. Seinna bindi. Loftur Guttormsson, Sigrún Pálsdóttir, Sigurður Gylfi Magnússon og Páll Björnsson ritstýrðu.
* Ráðstefnurit Söguþings 2002, fyrra og seinna bindi. Erla Hulda Halldórsdóttir ritstýrði.
* Þjóðerni í þúsund ár? Jón Yngvi Jóhannsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Sverrir Jakobsson ritstýrðu.
Margar af þessum bókum fást á lægra verði hjá Sögufélaginu heldur en í almennum bókabúðum. Athugið að um þessar mundir er Fischersund oft lokað við Aðalstræti vegna framkvæmda.