Skip to main content

Fundur í ReykjavíkurAkademíunni um bókina „Íslenska þjóðríkið – uppruni og endimörk“ eftir Guðmund Hálfdanarson sagnfræðing.
STAÐUR: ReykjavíkurAkademían, JL-húsinu við Hringbraut 121, 4. hæð.
TÍMI: Fimmtudagur 31. janúar kl. 20:30 – 22:30.
FRUMMÆLENDUR: Páll Björnsson sagnfræðingur, Róbert H. Haraldsson heimspekingur og Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.
SKIPULEGGJENDUR: Sagnfræðingafélag Íslands, ReykjavíkurAkademían og Hið íslenska bókmenntafélag.
Hver frummælandi fær 15 mínútur en síðan mun Guðmundur Hálfdanarson bregðast við umsögnum þeirra. Að loknu fundarhléi verða frjálsar umræður.
Fundurinn er opinn öllum og er aðgangur ókeypis.