Sjötti fyrirlestur haustsins verður haldinn þriðjudaginn 19. nóvember. Allir fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands í fundasal þess og hefjast kl. 12:05. Yfirskrift fyrirlestra haustsins er Trú og Samfélag.
Ýmsir bannhelgir staðir hér á landi hafa lítil sem mikil áhrif á umhverfi og landslag sem og umgengni mannsins við þessa vissu staði í náttúrunni. Í erindinu mun þjóðfræðingurinn Bryndís Björgvinsdóttir tengja íslenska hjátrú á álfa og bannhelgi við náttúruvernd, en dæmi er um að hjátrú á vissa bletti leiði beint eða óbeint til þess að við þessum stöðum er ekki hróflað.
Hinn forni átrúnaður á heilagleika landsins hefur verið nokkuð áberandi í fjölmiðlun nýlega, en til að mynda hefur hjátrú á Nýja–Sjálandi leitt til þess að vissir staðir þar á landi njóta nú sömu friðhelgi og mannfólk. Í erindinu mun Bryndís segja frá nokkrum stöðum sem hún hefur rannsakað þar sem bannhelgi ríkir, segja frá samhengi hennar og áhrifum.
Hinn forni átrúnaður á heilagleika landsins hefur verið nokkuð áberandi í fjölmiðlun nýlega, en til að mynda hefur hjátrú á Nýja–Sjálandi leitt til þess að vissir staðir þar á landi njóta nú sömu friðhelgi og mannfólk. Í erindinu mun Bryndís segja frá nokkrum stöðum sem hún hefur rannsakað þar sem bannhelgi ríkir, segja frá samhengi hennar og áhrifum.