Kæru félagar, takið síðustu helgina í maí frá fyrir Söguþing 2021!
Fimmta íslenska söguþingið fer fram 27—29 maí 2021 í Háskóla Íslands. Tilgangur söguþings nú eins og þá er að leiða saman sagnfræðinga og áhugamenn um íslenska sögu til að fjalla um nýjar rannsóknir og það sem efst er á baugi innan sagnfræðinnar. Gert er ráð fyrir að ríflega tuttugu málstofur verði á þinginu en auk fræðilegrar dagskrár verður boðið upp á ýmislegt annað í tengslum við þingið. Á veggspjöldum verða kynntar rannsóknir og starfsemi einstaklinga og félaga og bókaforlög munu kynna bækur sínar. Skemmtanir verða haldnar með sögutengdu efni og í lokin er þingveisla.
Skilafrestur á málstofutillögum verður 1. nóvember 2020 en ítarlegra þingkall verður sent út í haust.