Skip to main content


Hádegisfyrirlestrarröð Sagnfræðingafélags Íslands hefst á ný 29. september. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri ríður á vaðið með fyrirlestur sem nefnist Stríð, saga og minjar í Reykjavík.
Seinni heimsstyrjöldin markaði djúp spor í sögu Íslands og ekki síst gætti þeirra í þróun Reykjavíkur. Gríðarlegar miklar og hraðar breytingar áttu sér stað í borgarsamfélaginu og eru stríðsárin bundin órjúfa böndum hröðum vexti borgarinnar. Á þessum tíma tók ásýnd Reykjavíkur stakkaskiptum, þar sem herirnir settu sitt mark á borgina, eins og sjá má á myndefni frá þessum tíma. Nú 75 árum eftir að stríðinu lauk má og finna ýmsar minjar þess í borgarlandslaginu. Þó mikið af þeim hafi farið forgörðum kennir enn ýmissa grasa í þeirri minjaflóru, sem er bæði merkileg og mikilvæg.
Fyrirlestrarnir eru sem fyrr í samstarfi við Þjóðminjasafn og eru haldnir fyrirlestrasal safnsins. Þeir hefjast klukkan 12:05 og standa í tæpa klukkustund. Vegna COVID-19 faraldursins komast færri að en áður. Salnum verður lokað þegar 30 eru mætt að meðtöldum fyrirlesara og fundarstjóra.