Skip to main content

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn bæði með hefðbundnum hætti og með streymi á netinu. Að venju eru á dagskránni hefðbundin aðalfundarstörf og fyrirlestur að því loknu. Kosið er í stjórn til tveggja ára og því situr hluti stjórnar áfram. Það liggur fyrir fundinum að kjósa einn stjórnarmann og tvo endurskoðendur reikninga.
Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, og Unnur Birna Karlsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Austurlandi, flytja fyrirlestur:
„Konan sem elskaði fossinn“
Sigríður Tómasdóttir (1871–1957) bjó alla sína ævi í Brattholti, í nágrenni við Gullfoss. Á fyrsta áratug 20. aldar komu upp hugmyndir um að virkja fossinn og hóf hún baráttu gegn þessum áformum. Vegna málaferla sem urðu í kjölfarið varð nafn Sigríðar þekkt meðal samtíðarmanna hennar og margir þeirra gerðu sér grein fyrir að verðmæti Gullfoss væri fólgið í því að hann fengi að flæða af hamrinum óhaggaður af höndum manna. Sigríðar hefur síðan verið minnst sem eins fyrsta náttúruverndarsinna Íslands.Á næstunni kemur út söguleg skáldsaga Eyrúnar Ingadóttur, sagnfræðings og rithöfundar, um ævi Sigríðar en á fundinum mun hún ásamt Unni Birnu Karlsdóttur sagnfræðingi fjalla um Sigríði og baráttu hennar fyrir verndun Gullfoss.
Þau sem hyggjast taka þátt í fundinum í gegnum netið verða að skrá sig á formið hér að neðan. Fundurinn verður haldinn á Zoom. Þau sem eru ekki þegar með Zoom-aðgang verða að stofna hann til að geta tekið þátt í fundinum.
https://eu01web.zoom.us/meeting/register/u5Mtcu2hpjosHtBHZ0t8YrpJEDDqa4yisR1G?fbclid=IwAR3PEYleCwfdyz6SLjHoVPv7nRyBgvyWcSz-BuFfiemlmDGsB-wdzkkE7mU