Skip to main content

VIÐBURÐINUM HEFUR VERIÐ AFLÝST VEGNA COVID-19 FARALDURSINS

Bókakvöld Sagnfræðingafélags Íslands í samvinnu við Sögufélag Íslands verður haldið þriðjudaginn 22. september. Það hefst klukkan 20:00 og verður haldið í Neskirkju. Allt áhugafólk um sögu er hvatt til að mæta. Fundarsalur verður skipulagður með það að sjónarmiði að ákvæði sóttvarnarfyrirmæla séu uppfyllt. Ef fleiri mæta en komast fyrir í salnum gildir sú gamla góða regla að þau sem fyrst mæta komast að en önnur verða frá að hverfa.
Fjórar bækur verða til umfjöllunar á bókakvöldinu. Sumarliði Ísleifsson fjallar um bók Árna Snævarrs Maðurinn sem Ísland elskaði. Rakel Adolpsdóttir fjallar um bók Sigríðar Kristínar Þorgrímsdóttur Jakobína: saga skálds og konu. Auður Styrkársdóttir fjallar um bókina Hreyfing rauð og græna eftir Pétur Hrafn Árnason. Þorleifur Friðriksson fjallar svo um Híbýli fátæktar eftir þau Finn Jónsson, Sólveigu Ólafsdóttur og Sigurð Gylfa Magnússon. Höfundar bregðast svo við umsögnum.