Skip to main content


Starfsemi Sagnfræðingafélags er að hefjast af fullum krafti eftir að hafa verið í hægagangi sökum kórónuveirufaraldursins síðustu mánuði.
Aðalfundur félagsins verður haldinn 30. september og hefst klukkan 20:00. Staðsetning verður tilkynnt síðar sem og full dagskrá að ógleymdu því hvaða fyrirlestur verður boðið upp á að fundi loknum.
Eitt stykki heimsfaraldur setti strik í reikninginn í hádegisfyrirlestraröð vorsins um Ísland sem hernumið land. Við látum ekki deigan síga heldur hefjum fyrirlestrahald aftur 29. september á hefðbundnum stað og tíma. Fyrirlestrarnir verða kynntir betur innan skamms.
Það styttist óðum í bókakvöld þar sem fjallað verður um nýlegar bækur og höfundar fá tækifæri til að bregðast við umsögn gagnrýnenda. Bókakvöldið verður haldið í Neskirkju 22. september og verður auglýst eftir helgi.