Skip to main content

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 31. mars næstkomandi á Mímisbar, Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 20:00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
———————————————–
Pallborðsumræður um fólksflutninga í sögulegu ljósi
Að loknum aðalfundi býður félagið upp á pallborðsumræður um flutninga fólks milli landa í sögulegu ljósi. Framsögumenn verða:
– Íris Ellenberger, nýdoktor við sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, en hún hefur í rannsóknum sínum fjallað um danska innflytjendur á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar.
– Páll Baldvin Baldvinsson, rithöfundur og gagnrýnandi sem nýverið hlaut viðurkenningu Hagþenkis 2016 fyrir metsölubók sína Stríðsárin 1939-1945.
– Björn Reynir Halldórsson, MA í sagnfræði frá Edinborgarháskóla, en hann hefur rannsakað sögu hælisleitar og hælisleitenda á Íslandi.
Joanna Marcinkowska mun stjórna umræðum, en hún hefur gegnt varaformennsku í Samtökum kvenna af erlendum uppruna og starfar sem ráðgjafi í innflytjendamálum hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur.
Pallborðsumræðurnar eru öllum opnar og hefjast um klukkan 20:30. Allir velkomnir!