Skip to main content

Þriðjudaginn 15. mars heldur Sigurður E. Guðmundsson hádegisfyrirlestur hjá Sagnfræðingafélaginu sem hann kallar „Frumbýlingsárin“. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 og fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands en hádegisfyrirlestraröðin er skipulögð í samvinnu við Þjóðminjasafnið.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um verkalýðsbaráttuna á tímabilinu 1921-1936 með megináherzlu á Togaravökulögin 1921 og 1928, Slysatryggingarnar 1925, Verkamannabústaðina 1929 og 1935 og Alþýðutryggingarnar 1936. Öll þessi lagasetning hvíldi mjög á herðum þeirra Haraldar Guðmundssonar, Héðins Valdimarssonar og Jóns Baldvinssonar, að ógleymdum Vilmundi Jónssyni. Alþýðuflokkurinn var í fararbroddi fyrir henni, en jafnframt naut hún mikilvægs stuðnings manna úr öðrum þingflokkum, svo sem greint verður frá. Í fyrirlestrinum munu koma fram nokkur mikilvæg efnisatriði, sem ekki hefur áður verið skýrt frá.
Sigurður E. Guðmundsson hefur stundað nám í sagnfræði við Háskóla Íslands frá því að hann fór á eftirlaun í árslok 1998. Að loknu BA-prófi 2002 og MA-prófi 2005 hóf hann nám til doktorsprófs í sagnfræði við HÍ. Ritgerðin er nú fullgerð og verður senn lögð fram til varnar. Býst Sigurður við að verja hana á komandi hausti eða vetri. Heiti hennar er „Öryggi þjóðar frá vöggu til grafar. Þættir úr sögu velferðar 1887 til 1947.“