Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands 2014
verður haldinn
mánudaginn 31. mars kl. 19:30
í sal ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð.
Dagskrá fundarins:
- Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar.
- Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar.
- Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár.
- Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga
- Önnur mál
Á fundinum verður einnig gerð grein fyrir starfi undirbúningsnefndar fyrir 28. norræna sagnfræðingaþingið sem haldið verður í Joensuu í Finnlandi 14.-17. ágúst 2014.
Að loknum fundarstörfum eða kl. 20.00 mun dr. Hrefna Róbertsdóttir flytja erindi er nefnist
Möndlur, sítrónur og súkkat
–
Einokunarkaupmenn og byggð á verslunarstöðunum á 18. öld
Hrefna Róbertsdóttir um þessar mundir í rannsóknarstöðu á vegum Rannís/START & Marie Curie Actions og Þjóðskjalasafns Íslands og birtist grein hennar „Munaðarvara og matarmenning. Pöntunarvara árið 1784“ í Sögu, tímariti Sögufélags árið 2012.
Boðið verður upp á léttar veitingar í lok fundar.
Stjórn Sagnfræðingafélagsins