Skip to main content

Ritun íslenskrar klámsögu frá Bósa fram að vídeóbyltingu
Næstkomandi þriðjudag, þann 8 apríl, mun Kristín Svava Tómasdóttir flytja erindi sem kallast „Ritun íslenskrar klámsögu frá Bósa fram að vídeóbyltingu.“ Erindið er hluti af hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem ber yfirskriftina „Nýjustu rannsóknir í sagnfræði.“ Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12.05
Í lýsingu á erindinu segir:
Saga kláms er vaxandi undirgrein í erlendri sagnfræði en lítið sem ekkert hefur verið skrifað á því sviði hérlendis. Klámsaga er fjölbreytt viðfangsefni sem hefur tengsl við til dæmis menningarsögu, bóksögu, kynja- og kynferðissögu, svo eitthvað sé nefnt. Í erindinu verður fjallað um ólíkar leiðir og aðferðafræðileg vandamál í rannsóknum á sögu kláms, með hliðsjón af sögu íslensks kláms á 20. öld, fram til vídeóbyltingarinnar um 1980.
Allir velkomnir!
Með kveðju
Fyrir hönd Sagnfræðingafélags Íslands
Guðný Hallgrímsdóttir