Skip to main content

Aðalfundur Sagnfræðingafélags Íslands 2014

verður haldinn

mánudaginn 31. mars kl. 19:30

í sal ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð.

 
Dagskrá fundarins:
 

  1. Ársskýrsla stjórnar kynnt og lögð fram til samþykktar.
  2. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar.
  3. Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár.
  4. Kjör stjórnar. Kjör tveggja endurskoðenda reikninga
  5. Önnur mál

Á fundinum verður einnig gerð grein fyrir starfi undirbúningsnefndar fyrir 28. norræna sagnfræðingaþingið sem haldið verður í Joensuu í Finnlandi 14.-17. ágúst 2014.
 
Að loknum fundarstörfum eða kl. 20.00 mun dr. Hrefna Róbertsdóttir  flytja erindi er nefnist

 

Möndlur, sítrónur og súkkat

Einokunarkaupmenn og byggð á verslunarstöðunum á 18. öld

 
Hrefna Róbertsdóttir um þessar mundir í rannsóknarstöðu á vegum Rannís/START & Marie Curie Actions og Þjóðskjalasafns Íslands og birtist grein hennar „Munaðarvara og matarmenning. Pöntunarvara árið 1784“ í Sögu, tímariti Sögufélags árið 2012.
 
Boðið verður upp á léttar veitingar í lok fundar.
 

Stjórn Sagnfræðingafélagsins