Skip to main content

Sagnfræðingafélagið boðar til bókakvölds í Sjóminjasafni Reykjavíkur 25. nóvember klukkan 20 þar sem rætt verður um nokkrar þeirra bóka sem koma út fyrir jólin. Fræðimenn fjalla um nýjar bækur og höfundar þeirra verða á staðnum og bregðast við.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir tekur fyrir bókina Galdur og guðlast: Dómar og bréf ritstýrð af Má Jónssyni sem er einnig höfundur inngangs.

Guðmundur Hálfdánarson tekur fyrir bókina Kristinn og Þóra: Rauðir þræðir eftir Rósu Magnúsdóttur.

Anna Agnarsdóttir tekur fyrir bókina Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu: Um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku eftir Kristjönu Vigdísi Ingvadóttur.

Rósa Magnúsdóttir tekur fyrir bókina Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu eftir Hauk Ingvarsson.

Bókakvöldið tekur mið af sóttvarnareglum og stöðu faraldursins.