Hin árlega bókaveisla Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags verður haldin þriðjudagskvöldið 13. desember í húsi Sögufélags í Fischersundi. Þar munu höfundar nokkurra bóka af sögulegum toga kynna verk sín í stuttu máli. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Léttar veitingar verða í boði á vægu verði.
Bókaveislan hefst kl. 20:00. Eftirtaldir höfundar segja frá verkum sínum:
* Guðjón Friðriksson: Ég elska þig stormur. Ævisaga Hannesar Hafstein
* Guðmundur Magnússon: Thorsararnir: auður – völd – örlög
* Jón Ólafur Ísberg: Líf og lækningar. Íslensk heilbrigðissaga
* Jón M. Ívarsson: Gísli Halldórsson. Menningar, menn og málefni
* Magnús Guðmundsson: Mosfellsbær: saga byggðar í 1100 ár
* Magnús Lyngdal Magnússon: Járnsíða og Kristinréttur Árna Þorlákssonar
* Sigrún Pálsdóttir: Landsvirkjun 1965-2005: fyrirtækið og umhverfi þess
* Sigurður Gylfi Magnússon: Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar: Sjálfssögur. Minni, minningar og saga; Guðs dýrð og sálnanna velferð
* Þóra Kristjánsdóttir: Mynd á þili. Íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld
* Viðar Hreinsson: Gæfuleit: æfisaga Þorsteins M. Jónssonar
Fundarstjóri verður Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.