Skip to main content

Fjallað var um þrjú nýleg sagnfræðirit á bókakvöldi Sagnfræðingafélags Íslands, Sögufélags og Reykjavíkur Akademíunnar 3. maí. Líflegar og skemmtilegar umræður urðu um bækurnar þrjár og umfjöllunarefni þeirra.

Benný Sif Ísleifsdóttir fjallaði um bókina Ættarnöfn á Íslandi eftir Pál Björnsson, Magnús Gottfreðsson fjallaði um bókina Mislingar eftir Erlu Dóris Halldórsdóttur og Katelin Parsons fjallaði um bókina Frá degi til dags eftir Davíð Ólafsson. Allt áhugaverðar og góðar bækur sem eru hver um sig merkt innlegg um viðfangsefni höfundar.