Skip to main content

Fimmtudaginn 15. mars stendur Sagnfræðingafélagið fyrir spjallfundi um útgáfumál greinarinnar í húsi Sögufélags í Fischersundi. Fundurinn hefst kl. 20:30.
Tilgangur fundarins er að fá sem flesta sagnfræðinga til að velta fyrir sér stöðu útgáfumála greinarinnar í nútíð og framtíð. Hvernig gengur að gefa út hefðbundnar bækur og tímarit? Má búast við því að vöxtur hlaupi í vefútgáfur? Hafa möguleikar sagnfræðinga á (frjálsa) markaðnum aukist eða minnkað? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem sjálfsagt brenna á mörgum.
Frummælendur munu aðeins tala í 5-7 mínútur hver og fyrst og fremst segja frá stöðunni innan „sinnar“ útgáfu eða sviðs, en einnig hvað þeir telji að framtíðin beri í skauti sér. Röð frummælenda verður sem hér segir:
* Örn Hrafnkelsson Söguspekingastifti
* Sigurður Gylfi Magnússon – Sýnisbækur íslenskrar alþýðumenningar & ATVIK
* Anna Agnarsdóttir – Heimildasafn Sagnfræðistofnunar
* Guðmundur Hálfdanarson – Ritsafn Sagnfræðistofnunar
* Gunnar Karlsson – Studia Historica – Sagnfræðistofnun
* Guðmundur J. Guðmundsson – Sögufélagið
* Sumarliði Ísleifsson – Sagnfræðingar á (frjálsa) markaðnum
* Már Jónsson Heimildastofnun Íslands (heimildir.is)
* Björgvin Sigurðsson – Rafbækur og netútgáfur
Á eftir framsögunum verða almennar umræður. Ragnheiður Þorláksdóttir sér um veitingarnar. Fjölmennum!