Skip to main content

Út er komið rit með fyrirlestrum sem fluttir voru á sjöundu landsbyggðarráðstefnu Sagnfræðingafélagsins og Félags þjóðfræðinga sem haldin var í samvinnu við Héraðssafn Austurlands og aðra heimamenn á Eiðum á Fljótsdalshéraði í júní 2005.
Ráðstefnuritið er alls 120 blaðsíður. Útgefendur þess eru Héraðsnefnd Múlasýslna og Sagnfræðingafélag Íslands. Ritstjóri er Hrafnkell Lárusson. Ráðstefnuritið kemur út sem fylgirrit með 33. árgangi byggðasöguritsins Múlaþings. Hægt er að kaupa ritin (annað hvort eða bæði) í Bóksölu stúdenta og hjá Sögufélaginu í Fischersundi. Einnig má hafa samband við ritstjóra Múlaþings, með tölvupósti eða í síma, vilji fólk nálgast eintök af ráðstefnuritinu og/eða Múlaþingi. Ritstjórar Múlaþings eru: Arndís Þorvaldsdóttir (arndis@heraust – s. 471 1417) og Jóhann G. Gunnarsson (joigutt@ust.is)
Efnisyfirlit ritsins er svohljóðandi:
Formáli
Inngangur
Sigurður Bergsteinsson: „Fjallkonan“
Auður Ingvarsdóttir: Kolskeggur hinn fróði og landnám í Austfirðingafjórðungi
Sverrir Jakobsson: „(A)ustfirskur og hafði orðið sekur um konumál“
Margaret Cormack: Dýrlingar í örnefnum og þjóðsögum
Rósa Þorsteinsdóttir: Útlend og „alíslensk“ ævintýri á Austurlandi
Jón Hnefill Aðalsteinsson: Andinn á Hjaltastað
Terry Gunnell: Innrás hinna utanaðkomandi dauðu
Sigríður H. Jörundsdóttir: Sauðfé frýs í hel að degi til í maí
Halldór Bjarnason: Heiðabyggðin, Vopnafjörður og Vesturheimsferðir
Magnús H. Helgason: Erlendir sjómenn á Borgarfirði eystra 1896–1929
Hrafnkell Lárusson: Sveitarblöðin og erlend áhrif á íslenskt samfélag
Elfa Hlín Pétursdóttir: Mæðgurnar Sigríður Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Skaptadóttir
Eggert Þór Bernharðsson: Sögusýningar – Söguslóðir
Steinunn Kristjánsdóttir: Klaustur byggt að erlendri fyrirmynd
Vilborg Auður Ísleifsdóttir: Ágústínusarkórherrar, klerkar en ekki munkar
Guðrún Harðardóttir: Vangaveltur um íslensk klausturhús
Viðauki: Ágústínusarreglur