Skip to main content

Áhugahópur um samvinnusögu og Sögufélag gangast fyrir fyrirlestraröð í október í húsakynnum Sögufélags að Fischersundi 3 í Reykjavík. Fundirnir, sem eru fimm talsins, verða á þriðjudagskvöldum klukkan 20.15-22.15. Tilefnið er að 20. febrúar síðastliðinn voru liðin 100 ár frá stofnun Sambands íslenskra samvinnufélaga að Ystafelli í Suður-Þingeyjarsýslu, en Sambandið heyrir nú sögunni til sem fyrirtæki.
Inngangur og yfirlit:
Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur flytur fyrirlestur sem nefnist Samvinnuhreyfingin í sögu Íslands í húsi Sögufélags, Fischersundi 3 í Reykjavík þriðjudaginn 1. október nk. klukkan 20.15. Þá leggur Gunnar Karlsson prófessor mat á umfjöllun hans. Á eftir verða almennar umræður. Í upphafi flytur Gerður Steinþórsdóttir oddviti Áhugahóps um samvinnusögu ávarp. Fundar- og umræðustjóri verður Hulda Sigtryggsdóttir sagnfræðingur.