Skip to main content

Næstkomandi þriðjudag, þann 10. september, hefst hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands aftur eftir sumarleyfi. Yfirskrift haustmisseris er „Hvað eru þjóðminjar?“ og er við hæfi að Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hefji dagskrá misserisins með umræðu um hlutverk Þjóðminjasafns Íslands á 21. öldinni.
Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst stundvíslega klukkan 12:05. 
Margrét Hallgrímsdóttir: Safnasamtal Þjóðminjasafns Íslands. Hlutverk og framtíðarsýn höfuðsafns.

Starfsemi Þjóðminjasafns Íslands byggir á því mikilsverða safnastarfi sem unnið hefur verið að allt frá því safnið var stofnað árið 1863. Með virðingu fyrir sögu stofnunarinnar og þeirra sem þar hafa starfað er litið fram á veginn og hugað að hlutverki Þjóðminjasafns Íslands á 21. öldinni.

Fyrir hönd Sagnfræðingafélags Íslands,

Guðný Hallgrímsdóttir