Skip to main content

Í fyrirlestrinum verður sjónum beint að byggingararfinum, sem fellur undir yfirheitið menningarminjar í nýjum Minjalögum. Rétt eins og þjóðin, er byggingararfurinn að eldast, sem þýðir að æ fleiri hús og mannvirki munu sjálfkrafa flokkast sem menningarminjar á næstu árum og áratugum. Skoðað verður hvaða áhrif það kemur til með að hafa á friðunarhugtakið og merkingu þess þegar eigendur gamalla húsa taka í meira mæli yfir hlutverk minjastofnana sem verndarar byggingararfsins, sameign þjóðarinnar.
Fyrirlesari er Sigríður Björk Jónsdóttir.
Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05 verður í Þjóðminjasafni Íslands.