9. landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi verður haldin á hinu nýja Heklusetri á Leirubakka í Landsveit í samvinnu við heimamenn helgina 1.-3. júní 2007.
Nánari dagskrá og upplýsingar er að finna hér að neðan:
Ráðstefnugestir munu gista og funda á hinu fornfræga höfðingjasetri að Leirubakka sem var eitt sinn í eigu ekki ófrægari manna en rithöfundar Íslands Snorra Sturlusonar og síðar Björns Þorleifssonar hirðstjóra. Eftir stranga fræðimennsku er ekki verra að svamla í glæsilegri Snorralaug í kvöldsólinni með ægifögru útsýni á Heklu og ræða niðurstöður dagsins við aðra ráðstefnugesti. Þá verður boðið upp á fræðslu- og skemmtiferð um Hekluslóðir. Hér gefst því einstakt tækifæri til að fræðast og treysta vinabönd í góðra vina hópi í faðmi náttúrunnar.
Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er „Hálendi hugans“ og verður umfjöllunarefnið, eins og titillinn gefur til kynna, hálendi Íslands, sagan, þjóðsögur, nýting og samspil náttúruaflanna og mannsins á þessu svæði.
===Dagskráin verður eftirfarandi:===
==Föstudagurinn 1. júní==
* 15:00 Brottför með rútu frá Nýja Garði
* 17:30-18:00 Skrásetning og fólk kemur sér fyrir
* 18:00-19.30 Léttur kvöldverður
* 20:00-20:30 Setningarfyrirlestur: Guðmundur Jónsson sagnfræðingur: Ástríður Guðna Jónssonar. “Hugleiðing um manninn og verk hans.“
* 20:30-23:00 Móttaka vegna afhjúpunar minnisvarða um Guðna Jónsson
==Laugardagurinn 2. júní==
* 08:00-09:00 Morgunverður
* 09:00-10:30 “’Handan hins þekkta“’:
** Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur: “Óttinn við hið óþekkta“.
** Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir íslenskufræðingur: “Landmannaafréttur – útmörk hins mannlega samfélags. Sagnir af Jóni Brandssyni, fjallkóngi og bónda í Næfurholti“.
** Margaret Cormack miðaldafræðingur: “Á sveimi yfir Heklu: hugmyndir miðaldamanna um fugla og sálir.“
* 10:30-11:00 Kaffi
* 11:00-12:30 “’Landamæri og landamörk“’:
** Helga Ögmundardóttir mannfræðingur: “Afrétturinn sem hluti af hinu sameiginlega sjálfi. Gnúpverjar og vinin sunnan Hofsjökuls.“
** Einar G. Pétursson handritafræðingur: “Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum.“
** Guðrún Ása Grímsdóttir sagnfræðingur: “Hverjir nýttu fyrrum byggðir og auðnir Íslands frá fjöru til fjalls – og hvernig?“
* 12:30-14:00 Hádegisverður og hlé
* 14:00-15:30 “’Í huga sérhvers manns“’:
** Marion Lerner menningarfræðingur: “Ferðasögur sem minnismerki handa þjóðinni“.
** Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur: “Hálendið í hugum útlendra ferðamanna“.
** Anna Dóra Sæþórsdóttir ferðamálafræðingur: “Nýting hálendisins til ferðamennsku“.
* 15:30-18:00 Fræðsluferð um Hekluslóðir (með kaffi). Leiðsögumaður: Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, með aðstoð Þórs Jakobssonar veðurfræðings.
* 20:00-22:00 “’Hátíðarkvöldverður“’
** Björk Þorleifsdóttir sagnfræðingur: “„Troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér“. Skemmtanalíf á hálendinu.“
** Bjarni Harðarson blaðamaður: Hátíðarræða.
==Sunnudagur 3. júní==
* 10:00-11:30 “’Könnun hálendisins“’:
** Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur: “Óbyggðaleiðangrar Þorvalds Thoroddsen.“
** Ingólfur Á. Jóhannesson sagnfræðingur: “Ísland er ekki líkt tunglinu – hugleiðingar um þjálfun tunglfara á Íslandi.“
** Unnur Birna Karlsdóttir:“Landnám iðnvæðingar – öræfi og virkjanir. Um viðhorf til hálendisins í umræðu um virkjanir á 20. öld.“
* 11:30-13:30 Hádegisverður og hlé
* 13:30-17:00 “’Opin málstofa um hálendið:“’
** Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur: “Hálendi hugans“.
** Þorsteinn Hilmarsson heimspekingur: “Er firring í firnindum?“
* 15:00-15:30 Kaffi
* 13:30-17:00 “’Opin málstofa um hálendið:“’
** Þorvarður Árnason umhverfisfræðingur: “Fagurfræði hálendisins“.
** Júlíus Sólnes verkfræðingur: “Hálendið-sjálfstjórnarsvæði í eigu almennings“.
* 18:00-20:30 Rútuferð til Reykjavíkur
Undirbúningsnefndina skipa: Björk Þorleifsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Íris Ellenberger fyrir hönd Sagnfræðingafélagsins, Aðalheiður Guðmundsdóttir og Rósa Þorsteinsdóttir fyrir Félag þjóðfræðinga, auk ábúenda á Leirubakka.
Styrktaraðilar: Menntamálaráðuneyti, Umhverfisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti, N1, Rangárþing ytra, Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Bændasamtök Íslands og Heklusetrið, Leirubakka.