Skip to main content

Laugardaginn 13. október býður Kvikmyndasafn Íslands í Hafnarfirði félagsmönnum í Sagnfræðingafélaginu og Félagi sögukennara í heimsókn. Ykkur er velkomið að taka með ykkur gesti. Heimsóknin hefst ekki fyrr kl. 16:30 til að fólk missi ekki af fyrirlestri Ole Feldbæks (KONGENS KØBENHAVN. HANDELENS HOVEDSTAD 1720-1814) sem hefst kl. 14:00 í Odda, stofu 101. Gert er ráð fyrir að dagskránni í Odda ljúki upp úr kl. 15:30.
Við hefjum leikinn í sjálfu safninu sem er til húsa í gömlu frystihúsi við Vesturgötu 11-13. Vinsamlega athugið að inngangurinn er í portinu hafnarmegin. Þar mun forstöðumaðurinn, Sigurjón Baldur Hafsteinsson, taka á móti okkur og leiða okkur um safnið. Að því búnu göngum við með honum yfir í Bæjarbíó-Cinematek þar sem hann ætlar að sýna okkur stutta kvikmynd sem kom í leitirnar fyrir skömmu. Að því búnu býður safnið upp á laufléttar veitingar. Áætlað er að þetta taki um tvær klukkustundir.
Sjáumst klukkan hálffimm á laugardaginn. Stjórnin.