Skip to main content

Nú er að hefjast ný hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands í Norræna húsinu. Yfirskrift fundanna verður spurningin „Hvað er borg?“ og eru þeir haldnir í samstarfi við Borgarfræðasetur. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ríður á vaðið miðvikudaginn 4. september með fyrirlestri sem hún nefnir „Höfuðborgin ‹ samviska þjóðarinnar“. Aðrir fyrirlestrar munu fara fram í hádeginu á þriðjudögum, eins og verið hefur undanfarin ár.Samtals verða fjórtán erindi flutt um þetta efni. Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum enda er það tilgangur þessara funda að leiða saman fólk með ólík viðhorf og aðferðir. Spurningin hvað sé borg býður vissulega upp á mjög þverfaglega nálgun vegna þess að borgin er svo margt í senn, s.s. safn tæknilegra lausna, félagslegt tengslanet og afsprengi huglægs tíðaranda.
Fundaröðinni mun ljúka í byrjun apríl 2003 með ráðstefnu um framtíð borga.
Fundirnir í Norræna húsinu hefjast kl. 12:05 og lýkur á slaginu kl. 13:00.
Þeir eru öllum opnir og er aðgangur ókeypis.