Skip to main content

Á þessu ári eru áttatíu ár liðin frá því að Ísland var hernumið af Bretum. Jafnframt eru 75 ár frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Af því tilefni er yfirskrift vorfyrirlestraraðar Sagnfræðingafélagsins Blessað stríðið? Ísland sem hernumið land. Fyrirlestraröðin hefst þriðjudaginn 18. febrúar og stendur fram á vor. Óhætt er að lofa áhugaverðum erindum sem taka á þessu tímabili frá margvíslegu sjónarhorni; oft nýstárlegu.

Illugi Jökulsson flytur fyrsta fyrirlestur vorsins: Versti staður á jörðinni? Viðhorf hermanna og sjómanna Bandamanna til Íslands og Íslendinga.
Fyrirlesturinn er haldinn í sal Þjóðminjasafns Íslands og hefst kl. 12:05. Hann er öllum opinn og aðgangur er ókeypis