Skip to main content

Félagar í Fróða – félagi sagnfræðinema komu í Gunnarshús á dögunum. Þangað voru sagnfræðinemar mættir í vísindaferð til Sögufélags, Sagnfræðingafélags Íslands og ReykjavíkurAkademíunnar.

Markús Þórhallsson, formaður Sagnfræðingafélags Íslands, kynnti starfsemi félagsins. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar, greindi frá því sem þar fer fram. Hrefna Róbertsdóttir, forseti Sögufélags, og Brynhildur Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, kynntu starfsemi og útgáfu Sögufélags. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Söguþings 2021, greindi frá því sem til stendur á þessu fjórða söguþingi sem haldið verður.

Sagnfræðinemar fengu veitingar og voru leystir út með bókagjöfum.