Hin sígilda jólarannsóknaræfing Félags íslenskra fræða og Sagnfræðingafélagsins verður að þessu sinni haldin í Versölum í Iðnaðarmannahúsinu á Hallveigarstíg 1, laugardagskvöldið 24. nóvember. Sérlegur heiðursgestur og ræðumaður kvöldsins er listaskáldið Einar Már Guðmundsson.
Dagskráin hefst kl. 19:30. Boðið verður upp girnilegt steikarhlaðborð og dýrindis eftirrétti. Að málsverði loknum, fyrirlestri Einars Más og umræðum, verður stiginn dans fram eftir nóttu við undirleik diskóteks Sigvalda Búa. Miðaverð er kr. 3.900. Innifalið í verði er happdrættismiði.
Auk félagsmanna í Félagi íslenskra fræða og Sagnfræðingafélagi Íslands eru nemendur í íslensku og sagnfræði sérstaklega velkomnir.
Hægt er að skrá sig hjá:
Ármanni Jakobssyni
eða
Kristrúnu Höllu Helgadóttur