Skip to main content

Sagnfræðingafélagið kallar eftir erindum fyrir hádegisfyrirlestraröð félagsins á haustmisseri 2019. Fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Þemað að þessu sinni er „Trú og samfélag“.
Áherslan er á trú í sögulegu samhengi, kirkjusögu, þjóðtrú og átrúnað af ýmsu tagi.
Tillögur skulu sendar félaginu á netfangið sagnfraedingafelagid@gmail.com
Skilafrestur er til og með 20. júní.