Skip to main content

Þriðjudaginn 25. júní næstkomandi verður haldið málþing í Háskóla Íslands um bréfaskipti milli Íslendinga í Vesturheimi og gamla heimalandinu. Málþingið fer fram í fyrirlestrarsal Veraldar – húss Vigdísar og stendur frá kl. 13 til 16. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis!
Íslendingar líkt og fleiri Evrópubúar tóku að flykkjast vestur um haf í leit að betra lífsviðurværi víða um hina stóru álfu á ofanverðri nítjándu öld. Bréfaskipti geta og hafa varpað áhugaverðu ljósi á lífið í nýju heimkynnunum og hér verður enn bætt í. Fimm framsögumenn fjalla um og greina upplifun og lífsreynslu, búskaparhætti, ástarmál, sjálfsmyndir, vonbrigði og ávinning Íslendinga í nýjum heimkynnum frá Winnipeg og Nýja Skotlandi í norðri allt suður til Brasilíu. Dregin verður upp forvitnileg mynd af lífi og örlögum fólks í nýjum átthögum sem voru afar frábrugðnir heimahögunum á Íslandi.
Sjá nánar