Fimmta íslenska söguþingið fer fram 27—29 maí 2021 í húsakynnum Háskóla Íslands í Stakkahlíð. Að þinginu standa Sagnfræðingafélag Íslands, Sagnfræðistofnun, Sögufélag, Félag sögukennara og Félag íslenskra safna og safnamanna. Tilgangur söguþings nú líkt og þá er að leiða saman sagnfræðinga og áhugamenn um íslenska sögu til að fjalla um nýjar rannsóknir og það sem efst er á baugi innan sagnfræðinnar. Á veggspjöldum verða kynntar rannsóknir og starfsemi einstaklinga og félaga og bókaforlög munu kynna bækur sínar. Skemmtanir verða haldnar með sögutengdu efni og í lokin er þingveisla.
Þingið er skipulagt í styttri eða lengri málstofum, (1,5 klst eða 3 klst) og auglýsir undirbúningsnefndin hér með eftir hugmyndum um efni fyrir málstofur.
Enn fremur er auglýst eftir veggspjöldum sem kynna til dæmis nýjar rannsóknir í sagnfræði, starfsemi félaga og útgáfu.
Málstofur skulu vera skipaðar 3—4 þátttakendum auk málstofustjóra sem stýrir málstofunni. Sé fjöldi þátttakenda meiri en fjórir er mælt með að sækja um tvöfalda málstofu.
Umsækjendur eru beðnir um að skila
- a) Titli á málstofu
- b) 250-300 orða lýsingu á efni málstofunnar
- c) Nöfn þátttakenda og titla á erindum.
- d) Nafn málstofustjóra og nafn tengiliðs við stjórn söguþings. (Má vera sami einstaklingurinn)
Verði málstofan samþykkt verða þátttakendur beðnir um að skila úrdrætti af erindum sínum eigi síðar en 1.febrúar 2021
Skilafrestur á tillögum fyrir málstofur er 1.nóvember nk. Skilafrestur á tillögum fyrir veggspjöld er 15.janúar 2021.
Umsækjendur eru beðnir að senda póst með umsókn á netfangið heh4@hi.is merktan Söguþing 2021
Allar frekari upplýsingar veitir Hafdís Erla Hafsteinsdóttir (heh4@hi.is), framkvæmdastjóri söguþings.