Skip to main content

Sagnfræðingafélag Íslands kallar eftir erindum fyrir hádegisfyrirlestraröð félagsins á vormisseri 2017. Yfirskrift fyrirlestranna í þetta sinn verður „Á jaðrinum“. Kallað er eftir erindum um fólk eða fyrirbæri sem eru eða hafa verið á jaðrinum eða hafa verið á einhvern hátt verið jaðarsett á ólíkum tímum sögunnar, til dæmis í efnahagslegum, félagslegum, menningarlegum, kynferðislegum, landfræðilegum eða þekkingarfræðilegum skilningi.
Skilafrestur á tillögum er 15. október næstkomandi. Tillögum má skila til formanns félagsins á netfangið vilhelmv@hi.is.