Skip to main content

Sagnfræðingafélag Íslands kallar eftir tillögum að erindum fyrir hádegisfyrirlestraröð félagsins á haustmisseri 2017, en hádegisfyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.
Fyrirlestraröðin verður helguð nýjum rannsóknum í sagnfræði og er það von félagsins að fyrirlestrarnir geti sýnt fram á þann fjölbreytileika og grósku sem einkennir íslenskar sagnfræðirannsóknir. Allir sagnfræðingar sem leggja stund á rannsóknir, hvort sem um er að ræða framhaldsnema í sagnfræði eða margreynda fræðimenn, eru hvattir til að senda inn erindi og nýta tækifærið til að kynna viðfangsefni sín.
Tillögur skulu sendar til Kristínar Svövu Tómasdóttur á netfangið kst3@hi.is eða kristinsvava@gmail.com. Skilafrestur er til 20. maí.