Skip to main content

Sagnfræðingafélag Íslands kallar eftir tillögum að erindum fyrir hádegisfyrirlestraröð félagsins á vormisseri 2018. Hádegisfyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.
Fyrirlestraröðin að þessu sinni verður helguð sögu þéttbýlis, borga og bæja. Eru allir fræðimenn sem hafa eitthvað fram að færa á því sviði hvattir til að senda inn tillögu, hvort sem þeir leggja stund á byggðasögu sem slíka eða horfa á efnið frá sjónarhorni til dæmis kynjasögu, hagsögu, tæknisögu eða verkalýðssögu, svo fátt eitt sé nefnt.
Tillögur skulu sendar til Kristínar Svövu Tómasdóttur á netfangið sagnfraedingafelagid@gmail.com. Skilafrestur á tillögum er til 27. nóvember.