Skip to main content

Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands kynnti á dögunum námsleiðir í framhaldsnámi við deildina. Þau sem hafa áhuga á framhaldsnámi í sagnfræði, hugmynda- og vísindasögu, fornleifafræði eða einhverjum hinna námsleiðanna í sagnfræði- og heimspekideild geta enn skoðað kynningarnar þótt þær séu afstaðnar. Námsleiðirnar gefa góð tækifæri til að rannsaka íslenskt samfélag og koma þeim niðurstöðum á framfæri.
Hér má finna upptöku af öllum kynningunum.

Á myndinni má sjá sagnfræðinema í kynningu hjá Sagnfræðingafélagi Íslands, Sögufélagi og ReykjavíkurAkademíunni í vetur.